Markaðsfréttir 13. – 17. apríl 2009

<!-- /* Font Definitions */ @font-face {font-family:"Cambria Math"; panose-1:2 4 5 3 5 4 6 3 2 4; mso-font-charset:0; mso-generic-font-family:roman; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:-1610611985 1107304683 0 0 159 0;} @font-face {font-family:Calibri; panose-1:2 15 5 2 2 2 4 3 2 4; mso-font-charset:0; mso-generic-font-family:swiss; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:-1610611985 1073750139 0 0 159 0;} /* Style Definitions */ p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal {mso-style-unhide:no; mso-style-qformat:yes; mso-style-parent:""; margin-top:0cm; margin-right:0cm; margin-bottom:10.0pt; margin-left:0cm; line-height:115%; mso-pagination:widow-orphan; font-size:11.0pt; font-family:"Calibri","sans-serif"; mso-ascii-font-family:Calibri; mso-ascii-theme-font:minor-latin; mso-fareast-font-family:Calibri; mso-fareast-theme-font:minor-latin; mso-hansi-font-family:Calibri; mso-hansi-theme-font:minor-latin; mso-bidi-font-family:"Times New Roman"; mso-bidi-theme-font:minor-bidi; mso-ansi-language:EN-US; mso-fareast-language:EN-US;} a:link, span.MsoHyperlink {mso-style-noshow:yes; mso-style-priority:99; color:blue; text-decoration:underline; text-underline:single;} a:visited, span.MsoHyperlinkFollowed {mso-style-noshow:yes; mso-style-priority:99; color:purple; mso-themecolor:followedhyperlink; text-decoration:underline; text-underline:single;} .MsoChpDefault {mso-style-type:export-only; mso-default-props:yes; mso-ascii-font-family:Calibri; mso-ascii-theme-font:minor-latin; mso-fareast-font-family:Calibri; mso-fareast-theme-font:minor-latin; mso-hansi-font-family:Calibri; mso-hansi-theme-font:minor-latin; mso-bidi-font-family:"Times New Roman"; mso-bidi-theme-font:minor-bidi; mso-ansi-language:EN-US; mso-fareast-language:EN-US;} .MsoPapDefault {mso-style-type:export-only; margin-bottom:10.0pt; line-height:115%;} @page Section1 {size:612.0pt 792.0pt; margin:70.85pt 70.85pt 70.85pt 70.85pt; mso-header-margin:35.4pt; mso-footer-margin:35.4pt; mso-paper-source:0;} div.Section1 {page:Section1;} --> Vikulega birtir Íslensk verðbréf hf. samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.  Þeir sem hafa áhuga á að fá punktana senda til sín geta sent póst þess efnis á iv@iv.is

Vikulega birtir Íslensk verðbréf hf. samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.  Þeir sem hafa áhuga á að fá punktana senda til sín geta sent póst þess efnis á iv@iv.is

 

 

Innlend hlutabréf

Innlenda hlutabréfavísitalan OMXI6ISK hækkaði um 3,2% í vikunni. Af skráðum hlutabréfum í Kauphöllinni hækkaði Marel mest, um 27,9%, Eimskip um 25,0% og Century Aluminum um 24,5%. Mest lækkuðu hlutabréf Bakkavarar um 7,4% og Færeyjabanka um 3,6%. Velta nam einungis 621 milljón, að mestu með bréf Marels.

Marel seldi eignir sem ekki teljast til kjarnastarfsemi fyrir 37,5 milljónir evra. Salan er mjög jákvæð og verður sölufénu varið til að auka lausafjárstöðu og greiða niður skammtímaskuldir félagsins.

Líklegt er að hluta fjármagnsins verði varið til greiðslu á 6 ma. kr íslensku skuldabréfi sem Marel gaf út í tengslum við kaupin á Stork í fyrra og er bréfið á gjalddaga í maí. Marel hefur hagnast verulega á þessu skuldabréfi sökum veikingar krónunnar, en tekjur félagsins eru að langmestu leyti í erlendri mynt.

 

 

Erlend hlutabréf

Heimshlutabréfavísitala MSCI hækkaði um 2,2% í vikunni, S&P 500 í Bandaríkjunum hækkaði um 1,5%, DAX vísitalan í Þýskalandi um 1,5%, breska FTSE vísitalan hækkaði um 2,7%, en Nikkei í Japan lækkaði um 0,6%.

Frá því markaðurinn náði lágmarki, þann 6. mars hefur heimsvísitalan hækkað 26,3%, en miklar hækkanir hafa orðið á bönkum og fyrirtækjum tengd hrávörum. Nýmarkaðir hafa hækkað mest.

 

 

Skuldabréf

Verð verðtryggðra skuldabréfa lækkaði um 3,8% í vikunni en verð óverðtryggðra skuldabréfa lækkaði um 0,5%. Verðbólguálag hefur lækkað mjög mikið, ekki síst eftir birtingu hagstofunnar á verðlagsmælingum.

Verðhjöðnun í apríl hefur mikil áhrif á þessa verðþróun þar sem ekki er vænlegt að vera verðtryggður í verðhjöðnunarmánuði. Það eru ennfremur væntingar um að það verði einnig verðhjöðnun í maí og því eru áhrifin sterkari en ella.

Fasteignaverð og vextir hafa farið lækkandi og hefur þetta tvennt einna mest áhrif á verðlagið. Á móti kemur hins vegar að krónan hefur veikst töluvert undanfarið sem ýtir upp verði á neysluvörum s.s. mat og eldsneyti.

Aðrir liðir sem hafa áhrif á verð skuldabréfa eru úttektir á séreignarsparnaði en þær ýta undir framboð ríkisbréfa sem getur leitt til verðlækkana.

 

 

Krónan

Krónan veiktist um 0,5% í síðustu viku skv. opinberu viðmiðunargengi SÍ og endaði gengisvísitalan í 218,8 stigum. Ljóst er að gjaldeyrishöftin halda ekki nægilega vel og samkvæmt Seðlabanka Íslands stendur til að auka eftirlit svo að farið verði eftir settum reglum.

Jákvæðar fréttir berast af innistæðum erlendra banka í eigu gömlu bankanna og eins af innstæðu Kaupþings í Þýskalandi. Vonir standa til að hægt verði að greiða meira út en áður var vænst. Einnig virðist vera aukinn áhugi erlendra aðila á fjárfestingum hér á landi en hvort tveggja mun auka traust og ætti að létta þrýsting á krónunni.

Krónan er mjög veik nú um stundir en raungengið er um 30,0% veikara en að meðaltali undanfarna þrjá áratugi. Því má búast við því að krónan komi verulega til baka samfara því að staða efnahagsmála skýrist betur hér á landi. Einnig reiknum við með því að minnkandi áhættufælni í heiminum hafi jákvæð áhrif á krónuna.